Duft í Hafnarfirði

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Duft í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

NÝ verksmiðja hefur hafið störf í Hafnarfirði, Duft ehf. Um er að ræða fyrstu verksmiðju sinnar tegundar á Norðurlöndum, sem gerir allt í senn með hefðbundinni og nýrri innrauðri tækni; að dufthúða timbur, gler, plast, járn, ál, trefjaplötur og fleiri efni. Í fyrstu er reiknað með að verksmiðjan skapi sjö störf, en þegar eigin framleiðsla verður komin á fullt skrið er reiknað með allt að 15 stöðugildum. Að sögn Guðjóns Ólafs Kristbergssonar, framkvæmdastjóra Dufts, var ætlunin að setja verksmiðjuna í gang fyrir ári. Allt var í raun klárt en vegna bankahrunsins var lokað á alla fjármögnun MYNDATEXTI Duft Guðjón Ólafur Kristbergsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar