Orrri Einarsson

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Orrri Einarsson

Kaupa Í körfu

Jólamarkaður Hins hússins verður haldinn í annað sinn laugardaginn 12. desember næstkomandi. Markaðurinn mæltist vel fyrir í fyrra og er ætlaður ungu fólki til að koma handverki sínu á framfæri og skapa jólastemningu. Handverk og hönnun „Það var mjög góð aðsókn á markaðinn í fyrra og við vonumst til að fólk sem er á ferð í jólaösinni í miðbænum gefi sér tíma til að reka inn nefið. Á markaðnum mun ungt fólk selja alls konar handverk og hönnun. Í fyrra voru til dæmis fatnaður, málverk og tónlist til sölu. Síðan sköpum við jólastemningu með því að skreyta húsnæðið og spilum jólalög. Auk þess verða piparkökur og kakó á boðstólum. Þeir sem vilja koma með sína hönnun á jólamarkaðinn eru hér með hvattir til að hafa samband við okkur,“ segir Orri Einarsson, atvinnuráðgjafi hjá Hinu húsinu. MYNDATEXTI Jólamarkaður Hins Hússins verður á sínum stað á aðventunni og verður handverk og hönnun til sölu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar