Jólaverslun

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jólaverslun

Kaupa Í körfu

Hjá mörgum hefst hinn eiginlegi jólaundirbúningur með verslunarferð í miðbæinn. Fyrir bragðið lifnar yfir miðborginni eftir því sem nær dregur jólum og stemningin nær að jafnaði hámarki á Þorláksmessu. MYNDATEXTI BÆKUR eru vinsælar jólagjafir. Einar Kári Jóhannsson hjá Eymundsson segir að salan hafi verið mjög góð enda margar góðar bækur komið út fyrir jólin. Jólavertíðin hafi byrjað snemma og mjög mikið hafi verið að gera undanfarna daga. Stöðugur straumur fólks sé allan daginn og hann aukist jafnt og þétt. Því sé eins gott að fylla vel í hillurnar í tíma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar