Feðgar á flugi í vetrarfrostinu

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Feðgar á flugi í vetrarfrostinu

Kaupa Í körfu

FROSTIÐ hefur sennilega bitið hressilega í kinnar feðganna Ágústs Jóels Magnússonar flugstjóra og Magnúsar, sonar hans, þar sem þeir voru á flugi yfir Hafnarfirði á laugardag í 10 gráða frosti á um 100 kílómetra hraða. Vindkælingin hefur því verið töluverð og sennilega ekki heppilegt að hafa dyrnar á farkostinum opnar mjög lengi í senn þannig að Kári næði að blása á óvarin andlit. Þótt vélin, sem er af gerðinni Piper Cub hafi borið þá feðga yfir lönd og strönd er hún hálfgerður forngripur því hún nær 64 ára aldri á árinu. Hún var smíðuð árið 1946 og á mörg þúsund flugtíma að baki svo óhætt er að segja að hún hafi þjónað flugmönnum og farþegum vel í gegnum tíðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar