Frumkvöðlar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Frumkvöðlar

Kaupa Í körfu

Hópur ungmenna á Akranesi sækir nú þriggja vikna námskeið sem kallast Frumkvöðlasmiðjan og miðast við það að efla frumkvæði í erfiðu atvinnuástandi. Þátttakendum í námskeiðinu er skipt í hópa og hver hópur á að setja fram viðskiptahugmynd og áætlun um að hrinda henni í framkvæmd. Í því felst að semja og hanna kynningarefni, móta stefnu og setja markmið, greina markaðinn, selja hugmyndina og reikna út hvort hagnaðarvon sé af hugmyndinni. G. Ágúst Pétursson er höfundur námskeiðsins og stýrir því: „Ég hef unnið í þessu í mörg ár, bæði með yngri hópum og eldri. Ég var í Evrópuverkefni, sem hét Young Entrepreneurship Factory. Nýsköpunarmiðstöðin var þátttakandi í því og SSV – þróun og ráðgjöf í Borgarnesi. Þetta var fyrir nokkrum árum. Í tengslum við það kynnti ég mér hvernig þessum málum er háttað í Bandaríkjunum því að Bandaríkjamenn eru að mínu mati að mörgu leyti lengst komnir.“ MYNDATEXTI G. Ágúst Pétursson, höfundur og stjórnandi Frumkvöðlasmiðjunnar, ræðir við Ívar Karl Sigurðarson og Magnús Óskar Stardal um raftónlistarverkefnið þeirra og gefur þeim góð ráð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar