Frumkvöðlar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Frumkvöðlar

Kaupa Í körfu

Það sem áður var púkó telst nú dyggð. Fyrir kreppu varð allt að vera nýtt, hvort sem það voru barnaföt eða bílar, en nú er litið upp til hinna nýtnu, þeirra sem nýta hlutina og endurnýta. Í því sjá sex konur á Akranesi tækifæri í kreppunni og ætla að opna barnafata- og baðvöruverslun. Gangi áætlanir þeirra eftir munu notuð barnaföt brátt ganga í endurnýjun lífdaga. Ein kvennanna er Thelma Sjöfn Hannesdóttir, 25 ára þriggja barna móðir, sem er í fjarnámi að læra til sjúkraliða. „Ætlunin er að stofna verslun, sem selur vel með farin notuð barnaföt,“ segir Thelma. „Foreldrar geti komið með föt og selt okkur eftir vigt og við seljum þau öðrum foreldrum. Einnig ætlum við að bjóða upp á skipti á fötum, foreldrar geta þá skipt á fötum, sem börnin þeirra eru vaxin upp úr, og fengið föt, sem passa, í staðinn.“ MYNDATEXTI Thelma Sjöfn Hannesdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar