Luis Arreaga sendiherra

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Luis Arreaga sendiherra

Kaupa Í körfu

Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna, kveður Ísland. Luis Arreaga varð sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi árið 2010, en nú er komið að því að kveðja Ísland og taka við nýjum verkefnum. Hann mun innan tíðar verða einn af yfirmönn- um fíkniefna- og löggæslusviðs í ut- anríkisráðuneyti Bandaríkjanna og flytur til Washington. „Þetta nýja starf verður ekki auðvelt verkefni en fólk sem er í störfum eins og mínu tekst á við ögrandi verkefni og reyn- ir að leysa þau vel af hendi,“ segir Arreaga. „Dvölin hér á Íslandi hefur verið frábær reynsla. Íslendingar tóku okkur fjölskyldunni opnum örmum,“ segir Arreaga sem hefur vakið at- hygli fyrir hlýja og frjálslega fram- komu og hefur eignast marga trausta vini hér á landi. Arreaga tal- ar góða íslensku, þótt ekki vilji hann gera of mikið úr þeirri kunnáttu. „Ég hef lært íslensku, les hana og skil um það bil 70 prósent og þegar fólk talar við mig á íslensku skil ég það en það bögglast oft fyrir mér að setja saman setningar. Íslenskan er sannarlega ögrandi tungumál. En ég hef lært eitt og annað og er hrifinn af orða- tiltækjum eins og „Þetta reddast“. Svo er „já, já, já“ í sérstöku uppá- haldi hjá mér því það er hægt að segja það í alls kyns tóntegundum og merkingin verður aldrei sú sama.“ Arreaga segir tímann á Íslandi hafa verið sérlega gefandi fyrir sig og fjölskyldu sína. „Við höfum eign- ast góða vini hér á landi sem hafa boðið okkur inn á heimili sín og á fjölskylduviðburði þar sem við erum umföðmuð. Okkur hefur fundist við vera hluti af íslensku samfélagi en fyrirfram er ekki hægt að gera ráð fyrir slíku. Þetta gerist þegar fólk smellur saman og Íslendingar hafa gefið okkur fjölskyldunni tækifæri til að vera við sjálf með þeim. Ég á ekki von á öðru en að hinir íslensku vinir okkar eigi eftir að koma í heim- sókn til okkar til Washington.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar