Kynslóðir

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kynslóðir

Kaupa Í körfu

Myndafrásögn þar sem ljósmyndarar Morgunblaðsins segja sögur af Íslendingum. Samtímis birtast hliðstæðar sögur í átta af helstu dagblöðum Norðurlanda. Myndatexti: ÖLDUNGUR - Steindór Jónsson er fæddur árið 1908. Þrátt fyrir háan aldur er hann hress og fer sinna ferða á gamla Trabantinum. "Þetta er ættbundið," segir Steindór um það hversu heilsuhraustur hann er. Systir hans náði 96 ára aldri og bróðir hans varð 103 ára gamall. "Ég er með sterkt hjarta. Meðan það danglar, þá er líf," sagði Steindór. Hann hefur átt margar tegundir af bílum um dagana og nokkra Trabanta. "Mér finnst hann ágætur," segir Steindór um bílinn. "Hann er alltaf eins og tíkin; tilbúinn." Steindór starfaði í fjölda ára hjá Landleiðum. Stundum skreppur hann þangað og teflir við gamla vinnufélaga. Eins þykir Steindóri gott að hlusta á hljóðbækur. "Það er alltaf þægilegt að hlusta á góðar raddir lesa sögur."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar