Jökulsárlón

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jökulsárlón

Kaupa Í körfu

Jökulsárlón tilheyrir nú Vatnajökulsþjóðgarði Jökulsárlón var í gær friðlýst og er nú hluti af Vatnajökuls- þjóðgarði, en alls er um 189 ferkílómetra svæði að ræða sem nær yfir stærstan hluta Breiðamerkursands. Með friðlýsingunni eru sögð skapast tækifæri til samræmingar í uppbyggingu á svæðinu, en Björn Ingi Jónsson, formaður svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, segir að í deiliskipulagi frá árinu 2013 sé gengið út frá áþekku skipulagi og því sem gildi um nýja aðstöðu við Fjallsárlón. Þannig verði ný bílastæði og upplýsingamiðstöð sem ráðgerð eru í skipulaginu helst ekki í sjónlínu frá lóninu. Björn Ingi telur rétt að uppbygging þjónustunnar verði boðin út og viðkomandi greiði síðan leigu til þjóðgarðsins, í stað þess að þjóðgarðurinn sjálfur annist verkið, en þannig megi tryggja hraða uppbyggingu. Vegagerðin hefur skoðað ljósastýringu við brúna yfir Jökulsá auk þess sem hugmyndir um utanáliggjandi göngubrú hafa verið ræddar. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir friðlýsinguna opna dyr fyrir allskyns nýtingu á landsvæðinu. Hún kveðst hrygg vegna ummæla lögmanns Fögrusala ehf. um friðlýsinguna, en hann segir að mögulega verði höfðað bótamál gegn íslenska ríkinu vegna aðgerðarinnar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar