Skrúður

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Skrúður

Kaupa Í körfu

Finn ég enn til unaðar ilminn leggur frá þér. Ferskur andi framsóknar fyllir vitin á mér. ÆRANDI kliður bjargfuglanna fyllir loftið og undir malar utanborðsvélin á slöngubáti þeirra frænda Baldurs bónda Rafnssonar á Vattarnesi og Daníels Hálfdanarsonar húskarls. Við lónum rólega undir Löngunöf, syðsta odda Skrúðsins; eyjarinnar sem Jónas Hallgrímsson kallaði fjallaeyju græna og góða í ljóði sínu um Skrúð. Það er hægviðri, norðaustan gola og þokuslitrur í lofti. Á sjónum svamla þúsundir svartfugla. Langvía trónir upp á skeri og fylgist með komumönnum. Riturnar skrækja á syllunum og einstaka ungi gægist undan hvítri bringu og furðar sig á tilverunni. Hátt í lofti hnita súlur og hverfa stundum upp í þokuslæðurnar sem umlykja Skrúðinn. Múkkinn svífur með björgum og tekur dýfur að bátnum til að skoða bátsverja. Lundarnir eru á eilífum þeytingi úr byggðinni og út á sjó. Svo snúa þeir aftur með síli í goggnum - þeir sem komnir eru með pysjur. Bjargið er að breyta um lit. Svartfuglaeggin að klekjast og fuglinn að snúa svörtu bakinu til sjávar. Hvítur litur eggjabjargsins dökknar þegar unginn skríður úr eggi. Framsóknarvist í fuglaparadís

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar