Flugkappar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Flugkappar

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKIR flugáhugamenn halda í dag í hópferð á stóra flugsýningu í London, sem haldin er af Duxford-flugminjasafninu. Í hópnum verða tveir heiðursgestir, þeir Þorsteinn E. Jónsson, fyrrverandi flugstjóri, og Úlfar Þórðarson, fyrrverandi augnlæknir, í boði flugfélagsins Atlanta hf. Yfirmenn Duxford-flugminjasafnsins hafa lýst miklum áhuga á komu Þorsteins á sýninguna og aðdáun á ferli hans sem orrustuflugmanns í breska flughernum í síðari heimsstyrjöldinni. Hafa þeir óskað sérstaklega eftir að fá skipuleggja viðtöl við Þorstein í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum í Bretlandi. Í bréfi sem einn af stjórnendum flugminjasafnsins sendi Gunnari Þorsteinssyni, fararstjóra hópsins, segir að Þorsteinn eigi að baki glæsilegan feril og er lýst sérstökum áhuga á ljósmyndatöku af Þorsteini við Mk 5 Spitfire-orrustuflugvél, samskonar vél og Þorsteinn flaug í stríðinu. Stafar ætíð mikill ljómi af orrustuflugmönnum úr seinna stríðinu. Á myndinni sitja þeir Þorsteinn og Úlfar í gamalli vél frá stríðsárunum og við vélina stendur Gunnar Þorsteinsson, fararstjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar