Nato - listaverk 20 logar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Nato - listaverk 20 logar

Kaupa Í körfu

Þegar gengið hafði verið frá stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna 19 og Rússlands, gengu Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, og George Robertson, lávarður, aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, út á flötina fyrir framan Hótel Sögu og afhjúpuðu nýtt listaverk. Verkið er eftir listamanninn Huldu Hákon og sýnir 20 loga standa upp úr bergi sem tákn um samstarf NATO-þjóðanna 19 og sögulegan fund þeirra með Rússlandi í Reykjavík. Myndatexti: Halldór Ásgrímsson, George Robertson og Ígor Ívanov afhjúpuðu listaverkið 20 logar. "Hvar er Rússland?" spurði Ívanov er hann virti fyrir sér "logana" sem tákna 19 aðildarlönd NATO og Rússland Reykjavik May 14. 2002. Halldor Asgrimsson, Iceland's Foreign Minister, unveils a sculpture bu Icelandic artist Hulda Hakon and is assisted by Secratary General George Robinson and Igor Ivanov of Russia. The Fire on top of the ston has 20 "branches", symbolising the 19 Nato-countries and Russia. The sculpture is located in front of the place where the meeting is taking place.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar