Ísland - Spánn 31:32

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ísland - Spánn 31:32

Kaupa Í körfu

SIGURÐUR Bjarnason, landsliðsmaður í handknattleik, sem leikið hefur með þýska liðinu Wetzlar undanfarin fjögur ár hefur tekið ákvörðun um að flytja heim í sumar. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að Wetzlar hefði boðið sér nýjan samning en að vel athuguðu máli hafi hann hafnað því boði og ákveðið að snúa heim. "Okkur fjölskyldunni finnst kominn tími á að flytja heim. Við erum búin að vera úti í mörg ár og eiga þar góðan tíma en finnst núna rétti tímapunkturinn á að snúa til baka. Það hefur blundað í mér að fara út í þjálfun og ég tel líklegt að ég geri það heima á næsta tímabili samhliða því að spila," sagði Sigurður við Morgunblaðið. Sigurður er sem kunnugt er frá vegna meiðsla og leikur ekki meira með Wetzlar á leiktíðinni en hann varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné og gekkst undir aðgerð í byrjun þessa mánaðar. Sigurður Bjarnason í landsleik gegn Spáni í HM í Portúgal

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar