Fjóla Magnúsdóttir í Antikbúðinni

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fjóla Magnúsdóttir í Antikbúðinni

Kaupa Í körfu

Silfurskeiðar hafa ákveðna merkingu - þær eru ekki aðeins til að borða með, þær bera vott um velgengni, það er stundum sagt að þessi eða hinn hafi fæðst með "silfurskeið í munni", og þá átt við að hann hafi verið borinn til auðs og jafnvel valda. Ég horfi á mismunandi gerðir silfurskeiða sem til sölu eru í Antikhúsinu á Skólavörðustígnum og reyni að setja mér fyrir sjónir alla litlu munnana sem fæddust með þær milli tannlausra gómanna. Það gengur ekki vel, hins vegar á ég auðvelt með að ímynda mér að Fjóla Magnúsdóttir, sem á og rekur Antikhúsið, hafi alla tíð borðað með silfurskeiðum og hafi jafnvel fæðst með eina slíka í munninum þegar hún leit dagsins ljós árið 1934, - en hún tekur því víðsfjarri. MYNDATEXTI: Fjóla Magnúsdóttir í verslun sinni Antikhúsinu við Skólavörðustíg

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar