Hrútafjarðará og Síká

Hrútafjarðará og Síká

Kaupa Í körfu

Gísli Pálsson á Hofi í Vatnsdal hefur sent frá sér fjórðu bókina um laxveiðiárnar í umdæmi hans, áður voru komnar bækur um Laxá á Ásum, Vatnsdalsá og Blöndu/Svartá, en sú nýjasta er um Hrútafjarðará og hliðará hennar Síká. Bókin er að stofni til lík hinum bókunum, með leiðarlýsingum um veiðisvæðin auk kafla um lífríki og rannsóknir, veiðifélagið og býlin í sveitinni sem land eiga. Leiðarlýsingin er í bókinni um Hrútuna er í höndum Sverrir Hermannssonar sem var viðloðandi ána um langt árabil og er lýsing hans á hyljum árinnar krydduð tröllslegum veiðisögum. Þá á Matthías Johannessen nokkur ljóð í bókinni. MYNDATEXTI: Bókin um Hrútafjarðará.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar