Pönkið og Fræbbblarnir

Pönkið og Fræbbblarnir

Kaupa Í körfu

Heimildarmyndin Pönkið og Fræbbblarnir FJÓRÐA nóvember næstkomandi verður frumsýnd ný íslensk heimildarmynd í fullri lengd sem ber titilinn Pönkið og Fræbbblarnir. Höfundar myndarinnar eru þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Sigurður Harðarson sem saman reka framleiðslufyrirtækið Markell. Þeir eiga að baki stuttmyndir eins og Fullt hús og Vín hússins og leikstýrðu heimildarmyndinni um Ham, Ham - Lifandi dauðir ásamt Þorgeiri Guðmundssyni. "Þetta er heimildarmynd um pönktímann og Fræbbblana," útskýrir Þorkell. "Fræbbblarnir eru taldir vera fyrsta pönkhljómsveitin og myndinni vindur fram frá sjónarhóli hennar. Við byrjum 1978 og skoðum tíðarandann á þessum árum. Í myndinni eru viðtöl við þá sem lifðu pönkið af og við spjöllum við rokkfræðinga og tónlistarmenn sem þátt tóku í íslensku pönksenunni Myndin er dálítið hrá og pönkuð svona svipað og viðfangsefnið. Segja má að efnistökin hæfi innihaldinu." MYNDATEXTI: Þorkell og Örn Marinó. Þorkell og Örn Marínó

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar