Nýlistasafnið

Nýlistasafnið

Kaupa Í körfu

COLD Climates, samsýning breskra, íslenskra og finnskra listamanna, verður opnuð í Nýlistasafninu á morgun. "Markmið sýningarinnar er að rannsaka hvaða áhrif alþjóðleg menningarsamskipti hafa á sköpun myndlistar í Bretlandi og í þeim tveimur löndum sem talist geta einangraðri, umdeilanlega þó, Finnlandi og Íslandi," segir Peter Lamb, en hann og George Doneo eru sýningarstjórar Cold Climates Það eru fimmtán listamenn eða hópar sem taka þátt í sýningunni. Íslensku listamennirnir eru Birgir Snæbjörn Birgisson, Icelandic Love Corporation, Egill Sæbjörnsson, Hrafnkell Sigurðsson og Sigurður Árni Sigurðsson. Frá Bretlandi koma George Doneo, Ian Dawson, Peter Lamb, Katie Pratt, Danny Rolph og Joby Williamson. Finnsku listamennirnir fjórir heita Maria Dunker, Minna Heikinaho, Anni Laakso og Samu Raatikainen. MYNDATEXTI Peter Lamb til hægri ásamt þremur af þeim listamönnum sem sýna á Cold Climates í Nýlistasafninu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar