Stöðufundur Reykjanesbær

Stöðufundur Reykjanesbær

Kaupa Í körfu

Starfsmenn varnarliðsins lýstu áhyggjum af starfslokum á fundi sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar hélt í gær Starfslokasamningarnir brenna á mönnum. Ég veit um menn sem hafa unnið [hjá varnarliðinu] í 40 eða 50 ár. Þeir fengu uppsagnarbréfin send heim í ábyrgðarpósti og síðan hefur ekkert gerst," segir Þór Jónsson, sem starfar hjá verslun varnarliðsins. Sveinn Ævarsson, sem starfar hjá flughernum, vill ekki taka undir að ekkert hafi verið gert að undanförnu vegna brotthvarfs varnarliðsins. "Það er mikil vinna í gangi í bæjarfélaginu en þú útvegar ekki 600 manns vinnu á Íslandi svona einn, tveir og þrír," segir hann. MYNDATEXTI: Þór Jónsson og Sveinn Ævarsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar