Silvia Nótt á fyrstu æfingu fyrir Eurorvision 2006
Kaupa Í körfu
.....Silvía Nótt stal senunni í Aþenu í gær þegar íslenski Evróvisjón-hópurinn hélt þar sína fyrstu æfingu. Mikil eftirvænting hefur ríkt vegna þeirrar umræðu sem verið hefur um blótsyrði í enskum texta lagsins. Silvía lét sér fátt um finnast og notaði orðið, og bætti um betur með því að sýna áhorfendum fingurinn, við afar misjöfn viðbrögð áhorfenda. Á blaðamannafundi í kjölfarið var blaðamanni hent út úr fundarsalnum fyrir að horfa í augun á Silvíu, en fundurinn þótti í meira lagi sérstakur. Í aðalfréttatíma gríska ríkissjónvarpsins í gærkvöldi var löng frétt um Silvíu og í viðtali við fulltrúa keppninnar var sagt frá blaðamannafundinum og þeirri spurningu velt upp hvort ummæli hennar um aðra keppendur yrðu til þess að hún yrði rekin úr keppninni. Þykir Grikkjum uppátæki Silvíu ýmist furðuleg eða fyndin.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir