Silvia Night

Silvia Night

Kaupa Í körfu

Ég sit á flottasta hótelinu í Aþenu og bíð eftir Silvíu Nótt. Hún kemur á hverri stundu heim af æfingu í Oaka-ólympíuhöllinni. Umbinn hennar, Þórólfur Beck, er búinn að lofa mér tíu mínútum með dívunni, hún er umsetin. Gott að hún skuli vera orðin hress, eftir að hafa verið hálf lumpin. "I'm waiting for miss Night," segi ég við einkennisklæddan lobbíistann sem vill henda reiður á ferðum ókunnugra um salarkynni hótelsins. Loksins, loksins, það er eitthvað um að vera - og allt í einu er þetta galtóma lobbí orðið fullt af ljósmyndurum og kvikmyndatökumönnum - fjölmiðlarnir eru ára Silvíu, huliðshjúpur, og í miðjum hjúpnum skín hún - perlan í ostruskelinni. myndatexti Ágústa Eva? "Hver er það? Er það einhver drusla sem er að reyna að hössla kærastann minn?"

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar