Sundlaugin á Seltjarnarnesi opnuð

Sundlaugin á Seltjarnarnesi opnuð

Kaupa Í körfu

SUNDLAUG Seltjarnarness var opnuð formlega í gær eftir gagngerar endurbætur og var Seltirningum boðið að þiggja veitingar við laugina í góðviðrinu í gær. Í sundlauginni er nú rennibraut með lendingarbraut, nýir heitir pottar, buslulaug með leiktækjum fyrir börnin, eimbað og útibekkir. Auk þess hefur móttaka sundlaugarinnar fengið nýtt útlit og búningsklefar voru teknir í gegn. Mikill mannfjöldi var á staðnum þegar blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í gær og virtust viðstaddir spenntir yfir að laugin yrði loks opnuð á ný. Hún hefur verið lokuð í vetur vegna framkvæmdanna en í gær skein sólin glatt á gesti sem gerðu góðan róm að breytingunum. MYNDATEXTI Fríða Þorkelsdóttir og Tinna Óðinsdóttir voru sumarlegar og þeim virtist lítast vel á endurbætta Sundlaug Seltjarnarness.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar