FH ÍA

FH ÍA

Kaupa Í körfu

FH-INGAR eru enn með fullt hús stiga og tróna einir á toppi Landsbankadeildar karla í knattspyrnu eftir að hafa lagt neðsta liðið, ÍA, 2:1 í Kaplakrika. Skagamenn eru nú einir á botni deildarinnar, hafa ekki fengið stig, en ákveðin batamerki sáust þó á leik liðsins í gær þó það dygði ekki til að ná í stig að þessu sinni. MYNDATEXTI Heimir Einarsson er hér á undan Allan Dyring í boltann og spyrnir frá marki sínu. Pálmi Haraldsson er ekki langt undan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar