Bubbi Morthens 50 ára

Bubbi Morthens 50 ára

Kaupa Í körfu

Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að Bubbi Morthens varð fimmtugur í fyrradag og í tilefni af því hélt hann stórtónleika í Laugardalshöll þar sem hann fór yfir feril sinn. Uppselt var á tónleikana, en um 5.500 manns voru í Höllinni og komust færri að en vildu. Þessi góða aðsókn er sérstaklega athyglisverð í ljósi þess að nýlega þurfti að færa tvenna tónleika til vegna slakrar miðasölu, auk þess sem aflýsa þurfti heilli tónlistarhátíð, en í öllum tilfellum var um að ræða tónleika þekktra erlendra tónlistarmanna. MYNDATEXTI Áhorfendur tóku vel við sér í mestu stuðlögunum, þótt hitinn væri mikill.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar