Baugsmál - Héraðsdómur

Baugsmál - Héraðsdómur

Kaupa Í körfu

FJALLAÐ var um mögulega annmarka á fyrsta ákæruliðnum af nítján í þeim hluta Baugsmálsins sem nú er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í réttarsal í gær. Þá fékk sækjandi í málinu tækifæri til að fjalla um ábendingu dómara um mögulega annmarka, sem gætu leitt til þess að þeim ákærulið verði vísað frá dómi. Um er að ræða ákærulið í endurákæru í málinu sem gefin var út eftir að 32 af upprunalegum ákæruliðum var vísað frá af Hæstarétti. Í þessum ákærulið er Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, ákærður fyrir fjársvik í tengslum við kaup Baugs á Vöruveltunni, félagi sem átti og rak 10-11 verslunarkeðjuna. MYNDATEXTI: Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, heilsaði upp á verjendur, þá Gest Jónsson, Brynjar Níelsson og Jakob Möller, áður en málflutningur hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar