Snorri Snorrason og Vignir Snær Vigfússon

Snorri Snorrason og Vignir Snær Vigfússon

Kaupa Í körfu

Idol-stjarna ársins 2006, Snorri Snorrason, er nú í þann mund að ljúka upptökum á sinni fyrstu breiðskífu. Platan er væntanleg í verslanir í byrjun júlí og hefur hún hlotið nafnið Allt sem ég á. Í fréttatilkynningu segir að það sé Snorri sjálfur sem hafi stýrt upptökunum á plötunni ásamt Vigni Snæ Vigfússyni, gítarleikara Írafárs. Þá semur Snorri stóran hluta laganna en einnig er að finna á plötunni nýjar útgáfur erlendra laga með íslenskum textum m.a. eftir Snorra, Stefán Hilmarsson og Andreu Gylfadóttur. Þar fyrir utan verða að sjálfsögðu einhver af lögunum sem Snorri söng í Idolinu í vetur. *** Local Caption *** Snorri Snorrason og Vignir Snær Vigfússon

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar