Baugsmál - Héraðsdómur

Baugsmál - Héraðsdómur

Kaupa Í körfu

MÁLFLUTNINGUR um frávísunarkröfu verjenda ákærðu í þeim hluta Baugsmálsins sem nú er fyrir dómi hélt áfram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar mótmælti settur ríkissaksóknari í málinu því harðlega að ástæða sé til að vísa málinu frá, og gerði þær kröfur að það fái efnislega málsmeðferð fyrir dómi. Um er að ræða þann hluta Baugsmálsins sem varð til eftir að Hæstiréttur vísaði frá dómi 32 af 40 ákæruliðum upphaflegrar ákæru í málinu, en tekin var ákvörðun um að gefa út nýja ákæru í kjölfar þess, sem nú er fjallað um fyrir dómi. MYNDATEXTI: Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, mótmælti harðlega í gær kröfum verjenda í málinu, þeirra Gests Jónssonar, Jakobs Möller og Brynjars Níelssonar, um að vísa ætti málinu frá dómi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar