Hrynlistahópur Salurinn

Hrynlistahópur Salurinn

Kaupa Í körfu

SÉRSTÖK hrynlistasýning verður haldin í dag kl. 13 í Salnum í Kópavogi. Sýningin er á vegum hóps sem nefnir sig Eurythmie-Bühnenensemble. Í fréttatilkynningu kemur fram að hrynlist nefnist á þýsku Eurythmie og sé sérstök gerð hreyfilistar sem Rudolf Steiner lagði grunninn að árið 1912. Hrynlist tjáir tónlist og talað mál á sjónrænan hátt. Þannig er hægt að upplifa lífskrafta og andleg gæði sem búa í hverjum tóni og hverjum samhljóða og sérhljóða. Allt eru þetta öfl sem hafa áhrif á manneskjuna, bæði flytjandann og áhorfandann MYNDATEXTI Hrynlistahátíð verður haldin í Salnum í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar