Starfsfólk kveður Morgunblaðið

Starfsfólk kveður Morgunblaðið

Kaupa Í körfu

NOKKRIR starfsmenn Morgunblaðsins láta af störfum nú þegar starfsemi blaðsins flyst úr Kringlunni 1 að Hádegismóum 2. Þau eiga flest áratuga löng störf að baki á ólíkum sviðum útgáfu blaðsins. Lengstan starfsaldur á Karl Pétur Hauksson prentsmiður sem hóf störf 13. desember 1958. Undanfarin ár hefur Karl Pétur annast prófarkalestur í auglýsingadeild. Guðmundur Einarsson prentsmiður kom fyrst til starfa hjá Morgunblaðinu 7. júní 1961. Undanfarin ár hefur hann unnið við umbrot og uppsetningu blaðsins. Baldur Garðarsson prentsmiður hóf störf hjá Morgunblaðinu 2. janúar 1964. Hann hefur að undanförnu unnið á skannadeild við myndvinnslu. Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, var fastráðinn blaðamaður 1. júní 1964. Hann var um árabil fréttastjóri og einnig starfsmannastjóri ritstjórnar um tíma. Undanfarin ár hefur hann m.a. annast móttöku aðsendra greina. Magnús Sigurðsson hóf störf haustið 1964 sem þingfréttaritari og vann síðan sem fastráðinn blaðamaður í nokkur ár. Hann starfaði við lögmannsstörf í sjö ár en sneri sér aftur að blaðamennsku á Morgunblaðinu snemma á 9. áratug 20. aldar. Magnús hefur verið umsjónarmaður Fasteignablaðsins frá því það fór að koma út. Hann er nú í veikindaleyfi en lætur af störfum á árinu. Kristín Magnúsdóttir matráðskona hóf störf í október 1977. Síðan hefur hún unnið óslitið við mötuneyti Morgunblaðsins. Jóhann Hjálmarsson rithöfundur hóf að rita greinar og gagnrýni fyrir Morgunblaðið rúmlega tvítugur að aldri. Hann varð fastráðinn blaðamaður 1. janúar 1990 og skrifaði einkum um listir og menningu, auk bókmenntagagnrýni. Morgunblaðið færir öllum þessum starfsmönnum bestu þakkir fyrir dygga þjónustu og árnar þeim heilla og velfarnaðar. MYNDATEXTI F.v.: Magnús Finnsson, Baldur Garðarsson, Guðmundur Einarsson (fremst), Kristín Magnúsdóttir og Karl Pétur Hauksson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar