Dýraspítalinn Víðidal

Dýraspítalinn Víðidal

Kaupa Í körfu

Meðhöndlun málleysingjans Dýr hafa frá alda öðli verið manninum kær. Meira að segja í borgarsamfélagi samtímans leggja menn mikið á sig til að halda dýr, virða þau og hirða. 10:01 Snúlla er páfagauksfrú í vanda. Hún er að reyna að verpa en eggið lætur á sér standa. Ólöf fjarlægir það með skurðaðgerð en Snúlla bítur hana í höndina að launum. Sjaldan launar kálfur ofeldið. Í ljós kemur að bóndi Snúllu, Sean Connery að nafni, hefur verið heldur aðgangsharður við hana síðasta kastið og því lenti hún í þessum hremmingum. Ólöf setur hjónin umsvifalaust í blíðubann, í tíu daga hið minnsta, og Snúllu í hormónameðferð að auki. Það er ekki á hverjum degi að menn segja nei við James Bond!

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar