Dýraspítalinn Víðidal

Dýraspítalinn Víðidal

Kaupa Í körfu

Meðhöndlun málleysingjans Dýr hafa frá alda öðli verið manninum kær. Meira að segja í borgarsamfélagi samtímans leggja menn mikið á sig til að halda dýr, virða þau og hirða. MYNDATEXTI: 15:04 Starf dýralæknisins tekur á sig ýmsar myndir. Hér er bolabíturinn Bassi mættur í sæðingu. Það er jafnan gert ef rekkjubrögðum hunda er ábótavant. Bassa gengur m.ö.o. afleitlega að gagnast spúsu sinni, henni Bónítu. Er ekki nægilega flinkur. Ólöf grípur því í taumana, sækir sæðið og setur það upp hjá Bónítu, sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið, blessunin. Að því búnu þarf eigandinn að halda afturfótum hennar uppi í stundarfjórðung. Svo er bara að bíða og vona en líkurnar á getnaði eru ágætar. "Við höfum búið til býsna marga hvolpa með þessum hætti," segir Ólöf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar