Siv Friðleifsdóttir

Siv Friðleifsdóttir

Kaupa Í körfu

VIKIÐ verður frá stofnanavæðingu með aukinni áherslu á heimahjúkrun og byggingu minni og heimilislegri eininga í stað stórra öldrunarstofnana eins og nú þekkjast, samkvæmt stefnumótun Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í öldrunarmálum sem m.a. var unnin út frá framkomnum hugmyndum Landssambands eldri borgara. Stefnt er á fjölbreyttari úrræði í húsnæðismálum aldraðra og byggingu geðdeildar fyrir þennan ört vaxandi aldurshóp. Stefnan felur í sér breyttar áherslur í stofnanaþjónustu við aldraða þar sem sjálfstæði og sjálfræði hinna öldruðu verður haft að leiðarljósi. MYNDATEXTI: Hvort flytja eigi heimahjúkrun, heilsugæsluna og smærri sjúkrahús til sveitarfélaga er meðal þess sem Siv Friðleifsdóttir segir að þurfi að skoða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar