Sérsveitin - Brúarskóli

Sérsveitin - Brúarskóli

Kaupa Í körfu

Angandi sápulykt og vaskir garpar og valkyrjur á aldrinum 16-20 ára með sópa, skrúbba og tuskur á lofti tóku á móti Unni H. Jóhannsdóttur þegar hún heimsótti eitt af verkefnum Sérsveitarinnar, Texas, sem er atvinnutengt tómstundastarf í samvinnu við Vinnuskóla Reykjavíkur. Ég er dugleg í heimilistörfunum," segir Auður Lilja Ámundadóttir, 16 ára. ,,Ég kann að skúra gólf, þvo baðkar og pússa spegil. Það er gott ráð að pússa spegil með dagblaði. Ég lærði það hér í Sérsveitinni. Fyrst sprautar maður vatni á spegilinn og svo pússar maður hann með dagblaði," segir hún og sýnir ljósmyndaranum svolítið feimin. MYNDATEXTI: Það fór ekkert kusk fram hjá honum Gunnari Gísla. Hann var mjög sáttur í Vinnuskóla Reykjavíkur á Miklatúni þrátt fyrir rigninguna nú í sumar og átti sér enga aðra draumavinnustaði .

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar