Zu Ming Min

Zu Ming Min

Kaupa Í körfu

Í GALLERÍI Kína, Ármúla 42, var opnuð sl. laugardag sýning á verkum kínverska listamannsins Zu Ming Min. Zu, sem verður 77 ára í ár, er allþekktur í heimalandi sínu og víðar fyrir list sína, en í verkum sínum notar hann olíuliti skv. vestrænni hefð, en málar í klassískum kínverskum stíl. Zu vinnur iðulega mjög stór verk en á myndinni má sjá listamanninn vinna að verki sínu sem er fimm metrar á breidd. Sýningin verður opnuð kl. 10, og geta gestir fylgst með listamanninum að störfum í galleríinu alla daga fram á fimmtudag. Gallerí Kína er opið alla daga frá 10 til 18. Sýning Zu Ming Min er sölusýning.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar