Áningarstaður hjólreiðamanna

Áningarstaður hjólreiðamanna

Kaupa Í körfu

Reykjavík | Líkt og undanfarin sumur hafa umhverfis- og framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar staðið að áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólastígakerfis á höfuðborgarsvæðinu. Með þessu er reynt að gera íbúum höfuðborgarsvæðisins kleift að ferðast hjólandi eða gangandi um borgina á öruggan, aðlaðandi og vistvænan máta. Áhersla hefur verið lögð á að beina hjólagörpum á þjóðvegi 1 inn á stígakerfið eins fljótt og við verður komið til þess að auka öryggi þeirra, sem og almennt umferðaröryggi. MYNDATEXTI: Slakað á Áningarstaður hjólreiðamanna við Eiðsgranda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar