Útiskóli í Heiðmörk
Kaupa Í körfu
Elliðavatn | Skógræktarfélag Reykjavíkur, Vinnuskóli Reykjavíkur og Náttúruskóli Reykjavíkur hafa í sumar unnið að uppbyggingu útikennslustofu við Elliðavatn í næsta nágrenni Reykjavíkur. Hugmyndin að kennslu undir berum himni kviknaði á vordögum og var Margrét Hugadóttir, nýútskrifaður kennari, fengin til að annast gerð kennsluefnis og hlaut hún styrki úr Nýsköpunarsjóði og frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Einar Óskarsson, starfsmaður Skógræktarfélagsins, var fenginn til að smíða bekki, eldstæði og fleira á svæðinu auk þess sem ungt fólk úr Vinnuskóla Reykjavíkur gerði göngustíga um svæðið. MYNDATEXTI: Eldstæði í trjálundi Verkefnisstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, Herdís Friðriksdóttir, situr í skjólsælum trjálundi í Heiðmörk þar sem bekkjum og eldstæði hefur haganlega verið komið fyrir. Kennsla hefst þar í haust.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir