Krass þrifið af biðskyldumerki

Krass þrifið af biðskyldumerki

Kaupa Í körfu

Reykjavík | Mikið verk er að halda eigum borgarinnar hreinum og fínum. Umferðarskiltin eru þar á meðal. Nauðsynlegt er að halda þeim hreinum svo þau gegni hlutverki sínu. Óhreinindin eru ekki öll óumflýjanleg því það gerist alltaf annað slagið að einhverjir noti skiltin til að fá útrás fyrir annarlegar hvatir. Það hefur gerst á þessum gatnamótum, einhver lagði það á sig að krassa á biðskyldumerkið. En Edda Arnaldsdóttir mætti með klút og hreinsilög og þegar hún hafði lokið verkinu gátu ökumenn speglað sig í skiltinu á meðan þeir biðu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar