KR - Þróttur 1:0

KR - Þróttur 1:0

Kaupa Í körfu

KR-ingar í basli með baráttuglaða Þróttara "Vorum alls ekki lakari" "VIÐ hefðum ekkert þurft að skammast okkar fyrir að komast í úrslitaleikinn miðað við hvernig strákarnir spiluðu. Það ætlar hins vegar að vera stórt skref fyrir Þrótt að komast í úrslit bikarkeppninnar og því miður tókst það ekki í ár. Við vorum alls ekki lakara liðið og stjórnuðum leiknum í upphafi síðari hálfleiks. Því miður náðum við ekki að skora mörkin, sem gildir þegar upp er staðið, en þetta var ágætur dagur fyrir Þrótt en vissulega vildum við fara alla leið í stærsta leik keppnistímabilsins. Sjálfan bikarúrslitaleikinn," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari Þróttar, en hann þekkir þá tilfinningu að fagna sigri í bikarkeppninni - sem þjálfari KR árið 1999 MYNDATEXTI: Atli Eðvaldsson, þjálfari Þróttar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar