Erlent vinnuafl

Erlent vinnuafl

Kaupa Í körfu

MIÐAÐ við hvernig mál hafa þróast kæmi ekki á óvart þótt Pólverjar yrðu fyrir valinu frekar en Íslendingar, segir Guðmundur Jóhannesson, annar byggingarstjóra Íslenskra aðalverktaka við Grand hótel, um hvað gerist þegar samdráttarskeið tekur við af þeirri þenslu sem verið hefur í atvinnulífinu að undanförnu. Um 30 Pólverjar vinna hjá ÍAV við framkvæmdir á viðbyggingu hótelsins og eru að sögn harðduglegir. Vinnudagur þeirra hefst klukkan hálfátta og unnið er til sjö á kvöldin - og til fjögur á laugardögum. "Það fengjust ekki Íslendingar til að vinna á þessum tímum," segir Gísli Guðmundsson, hinn byggingarstjórinn við Grand hótel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar