Jethro Tull - Háskólabíó

Jethro Tull - Háskólabíó

Kaupa Í körfu

FORTÍÐARÞRÁ, eða svokölluð "nostalgía", eru hughrif sem gjarnan sækja á fólk á miðjum aldri, en í slíku hugarástandi sjá menn fortíðina í hillingum og þrá að endurupplifa liðna "dýrðartíma". Hljómsveitin Jethro Tull vekur sannarlega upp slíkar tilfinningar og gömlum hippum því ekki til setunnar boðið þegar goðsögn á borð við höfuðpaurinn, Ian Anderson, rekur á fjörur landsmanna. Á tvennum tónleikum í Háskólabíói um liðna helgi mætti hann til leiks, ásamt valinkunnum tónlistarmönnum, og má segja að þeir félagar hafi staðið fyllilega undir væntingum. Sterkur andi Jethro Tull sveif yfir vötnum og Anderson, sem stendur á sextugu og er nýorðinn afi, sannaði að hann er enn í standi til að gefa áheyrendum frábæra skemmtun og upplifun í tónum og tjáningu MYNDATEXTI Ian Andersson "Hann er nefnilega ekki bara góður tónlistarmaður heldur ekki síður afburðasviðsmaður og skemmtikraftur, enda í sérflokki sem "performer" í leikrænni tjáningu."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar