Öldutúnsskóli - Verklegt hjólapróf

Öldutúnsskóli - Verklegt hjólapróf

Kaupa Í körfu

Nemendur í 6. bekk í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði tóku verklegt hjólapróf í gærmorgun. Það var líf og fjör í Öldutúns- skóla í Hafnarfirði þegar nemendur í 6. bekk tóku verk- legt hjólapróf. Að prófi loknu útskrifuðust nemendurnir með hjólaskírteini. Samgöngustofa og VSB Verkfræðistofa settu hjóla- prófið saman og er 6. bekkur Öldutúnsskóla fyrsti hópurinn til þess að taka prófið. Áður höfðu nemendur tekið skríflegt próf um umferðarreglur hjól- reiðafólks. Næsta þolraun var síðan að kanna hvort þau myndu reglurnar í verklega hlutanum. Sérstök hjólabraut var sett upp fyrir prófið og krakkarnir fóru í gegnum þrautir sem líktu eftir raunaðstæðum i um- ferðinni. Hjólaprófið er hugsað sem skemmtileg þjálfun og æfing fyrir krakkana. Meginmarkmið- ið er að fá fleiri til þess að hjóla og byggja upp sjálfstraust hjá krökkunum til þess að ferðast um á reiðhjóli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar