Reykjanesbær - Ljósanótt - Rokksafn Íslands

Reykjanesbær - Ljósanótt - Rokksafn Íslands

Kaupa Í körfu

Fyrsta haustlægðin gekk yfir landið í gærkvöldi og var gul veðurviðvörun í gildi á Suð- vesturhorninu, Vestfjörðum, Vesturlandi og miðhálendinu fram eftir nóttu. Varð óveð- ursins einna mest vart á Suðurnesjum í upphafi kvöldsins. Ljósanótt hófst í gær í Reykjanesbæ og voru helstu viðburðir hennar færðir inn vegna óveðursins. Þar á meðal voru tónleikarnir Í holtunum heima fluttir inn í Stapa í Hljómahöllinni þar sem Rokk- safn Íslands er einnig til húsa. Má því segja að gestir hafi flúið rokið yfir í rokkið. Björgunarsveitirnar höfðu í nægu að snúast í gær vegna óveðursins og var mikið um að hlutir fykju til. Á meðal þess sem byrjaði að fjúka var tívolí sem sett hafði verið upp fyrir Ljósanótt, en einnig fóru þakplötur á flug víða. Þá máttu trampólín sín lítils í óveðrinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar