Gay Pride - Hinsegin félagsmiðstöð

Gay Pride - Hinsegin félagsmiðstöð

Kaupa Í körfu

Málað á skilti Litagleði, samstaða og baráttuhugur á Hinsegin dögum Ungmenni úr Hinsegin félags- miðstöð eru á fullu við undir- búning vagns síns í göngunni á laugardaginn. Viktor Lucaforte starfsmaður félagsmiðstöðvar- innar segir krakkana frábæra og einstaklega hugmyndaríka. Hugmyndin sé að vagninn sé litríkur, boði fögnuð en hafi líka mikilvæg skilaboð fram að færa. Þema göngunnar í ár er: Baráttan er ekki búin … Krakkarnir hafa botnað það með skilaboðum eins og … fyrr en amma tekur mig í sátt eða … fyrr en ég get farið í skólann í friði. Viktor gerir ráð fyrir að félagsmiðstöðin verði með stærsta vagninn í göngunni í ár, en að honum standa ungmenni á aldrinum 12 til 16 ára. Eldri ungmenni munu svo ganga við hlið vagnsins til að tryggja öryggi þeirra sem á honum standa. Meira vill Viktor ekki segja í bili, fólk verði að koma á laugar- daginn til að sjá vagninn í allri sinni dýrð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar