Borgþór H. Jónsson

Ólafur K. Magnússon
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Borgþór H. Jónsson

Kaupa Í körfu

BORGÞÓR H. Jónsson veðurfræðingur lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 12. nóvember síðastliðinn, 78 ára að aldri. Borgþór fæddist í Vestmannaeyjum 10. apríl árið 1924. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1945 og stundaði nám við verkfræðideild Háskóla Íslands 1945-46. Árið 1948 lauk hann prófi í veðurfræði frá Sveriges Meteorologiska och Hydrologiska Institut (SMHI) í Stokkhólmi og framhaldsnámi við sama skóla árið 1963. Þá sótti hann fyrirlestra hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) og Alþjóðaveðurfræðistofnuninni (WMO). Borgþór starfaði sem veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í Reykjavík 1948 til 1952 og hjá Veðurstofu Íslands á Keflavíkurflugvelli 1952 til 1979 og deildarstjóri frá 1963 þar til hann lét af störfum árið 1994. Um árabil kenndi hann einnig verðandi flugumferðarstjórum veðurfræði hjá Flugmálastjórn. mynd úr safni, birtist fyrst 19870517 19240410 20021112

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar