Landsbankinn - Sýning

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Landsbankinn - Sýning

Kaupa Í körfu

Sögusýning opnuð í Landsbankanum Í TILEFNI af því að Landsbanki Íslands hf. er nú að færast yfir á nýtt árþúsund í starfsemi sinni hefur verið sett upp sýning í aðalbankanum í Hafnarstræti sem spannar 100 ár af sögu bankans. Á sýningunni eru afgreiðslutæki sem notuð hafa verið í bankanum á þessu tímabili ásamt myndum, auglýsingaspjöldum, sparibaukum og fleiri munum tengdum sögu bankans. Einnig er á sýningunni veðskuldabréf vegna fyrsta veðdeildarlánsins sem var veitt í júlímánuði 1900, en í ár eru 100 ár liðin frá stofnun veðdeildar. MYNDATEXTI: Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, við opnun sögusýningarinnar í bankanum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar