ÍMARK - Markaðsverðlaun

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

ÍMARK - Markaðsverðlaun

Kaupa Í körfu

ÍMARK afhendir markaðsverðlaun og útnefnir markaðsmann ársins SÍF hf. og Kári Stefánsson hljóta viðurkenningu SÍF hf. hlaut markaðsverðlaun Ímarks - Félags íslensks markaðsfólks fyrir árið 1999. Verðlaunin voru veitt í níunda skipti í gær. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var við sama tækifæri valinn markaðsmaður ársins. Hann verður jafnframt fulltrúi Íslands í útnefningu um markaðsmann Norðurlanda. Auk SÍF voru Landsteinar og KR-Sport tilnefnd til markaðsverðlaunanna. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti fulltrúum félaganna viðurkenningar og tók Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF, við markaðsverðlaununum. MYNDATEXTI: Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF hf., Björgólfur Guðmundsson frá KR-Sport og Aðalsteinn Valdimarsson frá Landssteinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar