Alþingi

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Alþingi

Kaupa Í körfu

Í umræðum sem fram fóru á Alþingi í gær um þingsályktunartillögu sem felur í sér að unnið verði í þá átt að leyfð verði sala á léttum vínum og bjór í matvöruverslunum á Íslandi kom m.a. berlega í ljós að þingflokkar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eru klofnir í afstöðu sinni í málinu. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýstu sig andsnúna hugmyndunum en framsóknarmenn og frjálslyndir tóku ekki þátt í umræðunum í gær. Myndatexti: Rannveig Guðmundsdóttir benti á að tillagan um léttvíns- og bjórsölu í matvöruverslunum væri ekki frá þingflokki Samfylkingar, Árni Johnsen sagði áfengi og tóbak vera verstu óvini landsins en Guðmundur Hallvarðsson kvað eðlilegt að ræða tillöguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar