Trukkur valt á Krísuvíkurvegi
Kaupa Í körfu
MALARFLUTNINGABÍLL valt um klukkan hálf tólf í gær út af Krísuvíkurvegi, þar sem hlykkur er á veginum, ofan á fólksbíl sem skilinn hafði verið eftir í vegarkanti. Malarbíllinn var fullur af möl, sem hafði verið sótt í malarnámur rétt hjá slysstaðnum og sturtaðist malarfarmurinn yfir fólksbílinn. Sem betur fer var enginn í fólksbílnum sem klipptist í tvennt við óhappið, kramdist saman og er vitaskuld gjörónýtur. Ökumaður malarflutningabílsins var hins vegar fluttur á slysadeild með skrámur. Talsverðar skemmdir urðu á flutningabílnum og var hann dreginn af vettvangi. Umferð í og úr námunum tafðist ekki nema í nokkrar mínútur á meðan verið var að draga bílinn aftur upp á veg. MYNDATEXTI: Hálka og snjókoma ollu mikilli slysatíð í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði í gær en níu umferðaróhöpp höfðu verið tilkynnt í gærkvöldi. Hér fór þó betur en á horfðist, þar sem enginn var í fólksbílnum þegar slysið varð.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir