Hljómsveitin Metallica í Egilshöll

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hljómsveitin Metallica í Egilshöll

Kaupa Í körfu

Ríkislögreglustjóri lánar nýja lögreglubifreið við eftirlit á útisamkomum EMBÆTTI Ríkislögreglustjóra hefur tekið í gagnið öndunarsýnabifreið sem jafnframt nýtist sem eftirlitsmiðstöð við sérstök lögregluverkefni. Bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz Sprinter og er búinn fullkominni myndavél sem hægt er að setja sjö metra upp í loft með mastri til að veita yfirsýn yfir vettvang. Bíllinn mun standa lögregluembættum víðs vegar um landið til boða í tengslum við fjöldasamkomur á hverjum stað. Bifreiðin hefur þegar komið í góðar þarfir og var hún notuð við eftirlit á Landsmóti hestamanna á Hellu um síðastliðna helgi og síðan við eftirlit við Egilshöll vegna tónleika hljómsveitarinnar Metallica á sunnudagskvöld. Að sögn Jóns F. Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá embætti Ríkislögreglustjóra, er bíllinn fyrsti sinnar tegundar hjá lögreglunni en björgunarsveitir hafa margar haft yfir að ráða stjórnstöðvarbílum. MYNDATEXTI: Góð yfirsýn Stjórnstöðvarbifreið Ríkislögreglustjóra kom í góðar þarfir við eftirlit við Egilshöll á sunnudagskvöld. Þórður Þórðarson, varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, og Ágúst Svansson aðalvarðstjóri fylgjast með þegar Hjálmar Björgvinsson, aðalvarðstjóri hjá Ríkislögreglustjóra, kannar svæðið. Bíllinn er búinn fullkominni upptökuvél sem hægt er að setja sjö metra upp í loft með mastri til að veita yfirsýn yfir vettvang.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar