Slys á kvartmílubraut

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Slys á kvartmílubraut

Kaupa Í körfu

MAÐUR var fluttur á slysadeild eftir að bíll hans fór sex til átta veltur á kvartmílubrautinni sunnan Hafnarfjarðar í gærkvöld. Hann var á spyrnuæfingu hjá Kvartmíluklúbbnum á sérsmíðuðum bíl. Er hann var að koma inn á svokallaðan bremsukafla á brautinni er talið að bremsudiskur hafi brotnað með fyrrgreindum afleiðingum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Tveir lögreglubílar úr Hafnarfirði, auk sjúkrabíla og tækjabíls slökkviliðs voru kallaðir á staðinn um tíuleytið í gærkvöld. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun maðurinn ekki vera talinn alvarlega slasaður, en eitthvað hafi gefið sig í bílnum með þessum afleiðingum. Maðurinn var í fimm punkta öryggisbelti með sérstakri grind. Að sögn læknis á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss var maðurinn í rannsókn, og líðan hans stöðug. MYNDATEXTI: Flak kvartmílubílsins, sem fór margar veltur, á vettvangi við kvartmílubrautina í Hafnarfirði í gærkvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar