Árni Friðleifsson

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Árni Friðleifsson

Kaupa Í körfu

Reynsla lögreglunnar af þeim mislægu gatnamótum sem tekin hafa verið í notkun á síðustu árum í Reykjavík er sú að tjónatíðni hefur oft og tíðum aukist frá því sem áður var, að sögn Árna Friðleifssonar, varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Hann segir að honum lítist illa á að hafa umferðarljós á þeim mislægu gatnamótum sem verða gerð við færslu Hringbrautar, þau geti skapað nýja flöskuhálsa og verið slysagildra. MYNDATEXTI: Árna Friðleifssyni, varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar, líst ekki á að tvenn umferðarljós verði á mislægum gatnamótum sem nú er verið að gera vegna færslu Hringbrautar. "Alls staðar þar sem eru umferðarljós er hætta á árekstrum og slysum, bæði aftanákeyrslum og að menn aki yfir á rauðu ljósi. Ég tala nú ekki um brýr með nokkrum ljósum," segir Árni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar